fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Rashford gæti farið í lið utan Englands – ,,Ég er stór aðdáandi Real Madrid og Barcelona“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 11:13

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, útilokar ekki að tilboð erlendis frá gæti heillað hann á einhverjum tímapunkti ferilsins. Hann segist alltaf hafa verið heillaður af Real Madrid og Barcelona.

Rashford er 23 ára gamall og kom upp úr unglingastarfinu hjá Man Utd. Hann er samningsbundinn félaginu til ársins 2023 en útilokar ekki að yfirgefa félagið einn daginn til þess að spila utan Englands.

,,Ég myndi aldrei segja aldrei,“ sagði Rashford í viðtali við The Guardian er hann var spurður út í möguleikann á því að spila í öðru landi einn daginn. ,,Ég er stór aðdáandi Real Madrid og Barcelona því þau hafa alltaf verið með góða leikmenn og spilað aðlaðandi fótbolta. Allir horfa á Real Madrid og Barcelona.“

Rashford segist hafa áhuga á að vita meira um önnur lönd og að hann ætli sér að læra bæði ítölsku og spænsku.

,,Þegar ég ólst upp var það ekki talið mikilvægt að læra önnur tungumál í skólanum. Það var ekki búist við því af þér. Fótboltinn hefur veitt mér það tækifæri að ferðast til mismunandi landa og sum lönd líkar þér vel við og vilt læra meira um. Tungumálin eru klárlega hluti af því.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Firmino fer til Katar