fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

,,Leikmenn Leeds sýndu okkur vanvirðingu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 09:00

Henderson ásamt Mo Salah.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að honum hafi fundist leikmenn Leeds sýna honum og liðsfélögum sínum vanvirðingu með því að vera í bolum sem á stóð ,,verðskuldið það“ (e. Earn it) eftir að tilkynnt var um að Liverpool væri eitt af þeim liðum sem ætlaði sér að taka þátt í Ofurdeild Evrópu.

Tilraun tólf evrópskra stórliða til að stofna Ofurdeildina í síðasta mánuði var harðlega gagnrýnd. Leikmenn Leeds klæddust bolunum sem um ræðir er þeir hituðu upp fyrir leik gegn Liverpool þann 19. apríl. Þetta gerðu þeir til að mótmæla stofnun deildarinnar.

Henderson segir að þetta hafi verið ósanngjarnt af Leeds þar sem leikmenn Liverpool hafi ekki haft neitt með málið að gera.

,,Bolirnir sýndu vanvirðingu. Leikmennirnir gerðu ekkert af sér. Þetta var ekkert sem við vildum,“ sagði Henderson við New York Times. 

Fyrirliðinn tók sjálfur afstöðu gegn Ofurdeildinni og er sagður hafa unnið gegn stofnun hennar á bakvið tjöldin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot