fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Kane vill ekki sjá ný tilboð frá Tottenham – Síðasti leikur hans í dag?

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 11:37

Harry Kane var lengi orðaður við ManchesterCity. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane, framherji Tottenham, mun ekki hlusta á nein samningstilboð frá félaginu í sumar. Þetta segir Fabrizio Romano.

Kane hefur verið mikið í umræðunni á dögunum en hann vill komast í burt frá Tottenham eftir sautján ár hjá félaginu. Chelsea, Manchester United og Manchester City hafa öll verið nefnd til sögunnar sem hugsanlegur áfangastaður fyrir enska landsliðsmanninn. Eins og er er það síðastnefnda talið líklegast til þess að hreppa hann. Sergio Aguero, framherji City, fer frá félaginu í sumar eftir tíu ár og það þarf að fylla hans skarð.

Kane er sagður hafa tilkynnt Daniel Levy, framkvæmdarstjóra Tottenham, það að hann muni ekki fara í viðræður um nýjan samning við félagið. Á hinn bóginn segir Romano að svo gæti vel farið að Levy muni ekki taka það í mál að hlusta á tilboð í sinn besta leikmann. Það gæti því komið upp áhugaverð staða innan félagsins í sumar.

Tottenham mætir Leicester í dag í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það er spurning hvort að um sé að ræða síðasta leik Kane í búningi félagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið