fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Guðlaugur Victor lagði upp er Darmstadt sendi Holstein Kiel í umspil – Hugsanlega kveðjuleikur

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 15:29

Guðlaugur Victor í leik með Darmstadt / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn og lagði upp mark fyrir Darmstadt í sigri gegn Holstein Kiel í lokaumferð þýsku B-deildarinnar í dag. Þetta var hugsanlega síðasti leikur hans fyrir félagið.

Darmstadt vann 2-3 sigur í dag en Guðlaugur Victor lagði upp markið sem kom þeim yfir í 1-2 á 58. mínútu. Darmstadt endar í sjöunda sæti deildarinnar af átján liðum.

Holstein Kiel þarf hins vegar að fara í umspil við Köln um sæti í Bundesligunni á næsta tímabil. Köln hafnaði í þriðja neðsta sæti efstu deildar.

Guðlaugur Victor hefur verið sterklega orðaður við stórlið Schalke undanfarið og var þetta því hugsanlega hans síðasti leikur með Darmstadt. Schalke átti skeflilegt tímabil í efstu deild á leiktíðinni og verður því í B-deild á þeirri næstu.

Bochum og Greuther Furth fara beint upp í Bundesligunna. Wurzburger Kickers og Eintracht Braunschweig falla í þriðju efstu deild. Osnabruck hafnaði í þriðja neðsta sæti B-deildarinnar og fer því í umspil upp á að halda sæti sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot