fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max deild karla: Mikilvægur sigur KR í stórleiknum

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. maí 2021 17:52

Ægir Jarl skoraði í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH tók á móti KR í stórleik í 5. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Síðarnefnda liðið tók öll þrjú stigin með sér aftur heim í Vesturbæ.

Gestirnir komust yfir strax á 8. mínútu leiksins. Þá skoraði Ægir Jarl Jónasson með skalla eftir horspyrnu sem Atli Sigurjónsson tók. KR-ingar voru mun betri í byrjun leiksins en heimamenn tóku við sér þegar leið á fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 0-1.

Snemma í seinni hálfleik fengu gestirnir víti. Þá braut Guðmundur Kristjánsson á Kjartani Henry Finnbogasyni innan teigs. Á punktinn steig Pálmi Rafn Pálmason og skoraði af öryggi framhjá Gunnari Nielsen.

FH-ingum tókst lítið að ógna KR það sem eftir lifði leiks og sigldu gestirnir sigrinum í hús. Lokatölur 0-2.

KR er nú komið í sjötta sæti deildarinnar með 7 stig. FH er með 10 stig í fjórða sæti. Þetta var þeirra fyrsti tapleikur á leiktíðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot