fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Dramatík í Dalvík er Víkingur fór á toppinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. maí 2021 20:08

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur vann útisigur á KA í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Dramatík var í lok leiks.

Leikið var á Dalvík vegna slæmra vallaraðstæðna á Greifavellinum á Akureyri. Leikurinn var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir eftir um klukkutíma leik. Þá skoraði hann af stuttu færi eftir sendingu frá Júlíusi Magnússyni.

Seint í uppbótartíma leiksins fengu heimamenn vítaspyrnu. Hallgrímur Mar Steingrímsson, sem hefur verið frábær á leiktíðinni, klúðraði þó vítinu. Þess má geta að hann klúðraði einnig víti í síðasta leik gegn Keflavík. Grátlegt fyrir KA. Lokatölur 0-1 fyrir Víking.

Víkingur er nú á toppi deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki. KA er í þriðja sæti með 10 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld