fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Gefur í skyn að hann nálgist landsliðsþjálfarastöðuna

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. maí 2021 19:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hansi Flick, stjóri Bayern Munchen, hefur gefið í skyn að hann nálgist landsliðsþjáfarastöðuna hjá Þýskalandi.

Flick var aðstoðarþjálfari Joachim Löw hjá landsliðinu á árunum 2006 til 2014. Sá síðarnefndi mun stíga til hliðar eftir Evrópumótið í sumar. Flick hefur verið sterklega orðaður við hans stöðu. Hann hefur tilkynnt Bayern það að hann sé á förum að tímabili loknu.

,,Ég hef talað við þýska knattspyrnusambandið og allir vita hvað mér finnst um landsliðið. Það þarf þó að hafa í huga smáatriðin þegar kemur að svona löguðu. Þegar allt er klárt verður hægt að koma með tilkynningu stuttu síðar,“ sagði Flick.

Eftir að í ljós kom að Flick færi frá Bayern hefur hann verið orðaður við nokkur félagslið í Evrópu, þar á meðal Barcelona. Nú er hins vegar útlit fyrir að hann muni taka við þýska landsliðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld