fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Eru enn í sárum fimm árum eftir niðurlægingu: „Ég ætla ekki að gera lítið úr Íslandi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. maí 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Nice fór fram leikur sem enginn knattspyrnuáhugamaður á Íslandi mun gleyma og líklega ekki á Englandi heldur. Í 16 liða úrslitum EM árið 2016 á fyrsta stórmóti Íslands voru væntingarnar til íslenska liðsins ekki miklar, liðið fór pressulaust inn í leikinn og hafðu engu að tapa. Englendingar byrjuðu vel og Wayne Rooney skoraði mark úr vítaspyrnu snemma leiks.

Adam var þó ekki lengi í Paradís en Ragnar Sigurðsson jafnaði skömmu síðar og þá fóru Englendingar á taugum. Íslenska liðið skoraði svo sigurmark leiksins á 18. mínútu þegar Kolbeinn Sigþórsson skoraði og tryggði Íslandi miða í 8 liða úrslitin. Magnað kvöld í Hreiðrinu í Nice þar sem mikill fjöldi Íslendinga var á svæðinu, kvöld sem aldrei gleymist.

Tapið er enn í hausnum á Englandi og það kemur vel fram í nýju viðtali Gary Neville við Harry Kane framherja Tottenham. Kane var í byrjunarliði Englands í leiknum og Neville var aðstoðarþjálfari liðsins.

„Leikurinn við Ísland var furðulegur, mér fannst við vera á góðum stað sem hópur. Við gerðum ekki frábæra hluti í riðlinum, við vorum þéttur hópur. Þetta var þannig leikur að augnablikið fór frá okkur, við náðum ekki að brjóta þá niður,“ sagði Kane í viðtalinu við Neville.

Getty Images

Kane segir að krafan hafið verið á sigur Englendinga. „Þessi leikur er enn í hausnum á okkur, þetta var tækifæri. Ég ætla ekki að gera lítið úr Íslandi, við gerðum kröfu á okkur að vinna.“

„Þegar við vorum 2-1 undir, þá var eins og við værum búnir að tapa. Við náðum aldrei að snúa þessu okkur í hag, um leið og við vorum undir þá var furðuleg stemming á vellinum. Við gáfumst ekki upp samt.“

Viðtalið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld