fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Terry svaraði fyrir sig í gær með því að skjóta fast á stuðningsmenn Tottenham

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 11:25

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa vann góðan útisigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Tapið er slæmt fyrir síðarnefnda liðið í baráttu um Evrópusæti. Steven Bergwijn kom Tottenham yfir á 8. mínútu leiksins. Villa jafnaði leikinn á 20. mínútu þegar Sergio Reguilon gerði svakalegt sjálfsmark sem Hugo Lloris átti engan möguleika á að verja. Skömmu fyrir leikhlé kom Ollie Watkins gestunum svo yfir. Staðan í hálfleik var 1-2.

Bæði lið hefðu getað bætt við mörkum í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Sigur Villa staðreynd. Tottenham er í sjötta sæti deildarinnar með 59 stig. West Ham getur komist upp fyrir þá með sigri gegn WBA í kvöld. Aston Villa er í ellefta sæti með 52 stig.

John Terry aðstoðarþjálfari Aston Villa varð fyrir aðkasti í leiknum, stuðningsmönnum Tottenham er illa við hann eftir feril hans sem leikmaður hjá Chelsea.

Terry ákvað að svara fyrir sig með því að lyfta ímynduðum bikar á loft, var það fast skot á Tottenham sem hefur ekki unnið bikar í 13 ár.

„Stuðningsmenn Tottenham sungu um að Ledley King væri betri en John Terry, Terry snéri sér við og lyfti ímynduðum bikar til að svara fyrir sig,“ skrifar James Olley blaðamaður á Bretlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar
433Sport
Í gær

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað