fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Kane tjáir sig í fyrsta sinn eftir fréttirnar – Telur að Tottenham hafi áhuga á að selja sig

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 12:30

Harry Kane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane framherji Tottenham vonast til að geta átt heiðarlegt samtal við Daniel Levy stjórnarformann félagsins um framtíð sína í sumar. Kane tjáir sig í fyrsta sinn um málið í viðtali við Gary Neville.

Kane er sagður vilja ólmur fara frá Tottenham í sumar og miðað við hvernig Kane talar eru allar líkur á að hann fari fram á sölu. Manchester City, United og Chelsea hafa öll áhuga.

„Ég veit það ekki, hann (Daniel Levy) gæti viljað selja mig. Hann gæti hugsað um það ef það kemur 100 milljóna punda tilboð. Ég verð ekki þess virði eftir tvö eða þrjú ár,“ sagði Kane um Daniel Levy.

„Ég vona að samband okkar sé það gott, ég hef gefið félaginu allt í 16 ár. Ég vona að við getum átt heiðarlegt samtal og séð hver staðan er.“

Kane talar eins og hann vilji fara frá Spurs í sumar. „Ég vil ekki klára ferilinn og sjá eftir einhverju, ég vil verða eins góður og ég get orðið. Ég hef sagt það áður, ég hef aldrei sagt að ég klári ferilinn með Tottenham og ég hef aldrei sagt að ég væri á förum.“

„Ég tel mig eiga nánast annan feril eftir, ég á 7 eða 8 ár eftir. Ég er ekki að flýta mér, ég er ekki stressaður yfir þessu. Ég tel mig eiga meira inni, ég tel mig geta orðið betri. Ég tel að ég geti skilað betri tölum en ég geri þessa stundina.“

„Ég er ekki hræddur við að segja það að ég vil verða sá besti, ég vil komast á sama stall og Ronaldo og Messi komust á. Að vinna titla og skora 50-70 mörk yfir tímabilið. Það er markmiðið mitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Lingard opinn fyrir endurkomu

Lingard opinn fyrir endurkomu
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
433Sport
Í gær

58 ára á leið í nýtt lið

58 ára á leið í nýtt lið