fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Hjörtur fékk á sig tvö víti er Bröndby fór á toppinn – Hólmar í sigurliði

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 20:31

Hjörtur í leik með Bröndby/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru Íslendingar á ferðinni með sínum liðum í Danmörku og Noregi í kvöld.

Bröndby vann góðan 1-2 sigur á AGF í Meistara-hluta (e. championship group) dönsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa verið manni færri frá 34. mínútu. Hjörtur Hermannsson spilaði fyrri hálfleikinn með sigurliðinu en þar fékk hann á sig tvær vítaspyrnur. Þá fyrri fékk hann á sig eftir að hafa brotið á Jóni Degi Þorsteinssyni, sem lék allan leikinn með AGF. Að vísu skoruðu heimamenn ekki úr þeirri vítaspyrnu. Bröndby er nú með pálmann í höndunum fyrir lokaumferð deildarinnar. Þeir eru á toppi deildarinnar, stigi á undan Midtjylland. Vinni Hjörtur og félagar Nordjælland á heimavelli í næstu umferð eru þeir orðnir meistarar. AGF er í fjórða sæti, búnir að tryggja sér Evrópusæti.

Rosenborg vann Brann, 3-2, í norsku úrvalsdeildinni. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með sigurliðinu. Rosenborg er sem stendur á toppi deildarinnar, með 8 stig eftir fjóra leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Líkur á að Tyrkinn verði í marki United í byrjun tímabils

Líkur á að Tyrkinn verði í marki United í byrjun tímabils
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“
433Sport
Í gær

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool