fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

,,Hann gæti stofnað til slagsmála í símaklefa“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var til umræðu í hlaðvarðsþættinum Dr. Football í dag. Leikmaðurinn snýr fljótt aftur úr meiðslum. Sérfræðingar þáttarins töldu mikilvægt fyrir Garðbæinga að endurheimta Þórarinn.

,,Ég talaði við Tóta (Þórarinn) í gær og það bara styttist í ‘startið hjá honum’. Stjarnan þarf það, fá einhvern gæa sem gerir allt vitlaust,“ sagði Ingimar Helgi Finnsson, gestur í þættinum.

Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi, vildi fá nánari útskýringu á því hvernig Þórarinn ,,geri allt vitlaust.“

,,Hann er nú vanur því. Hann gæti stofnað til slagsmála í símaklefa. Það er bara gott fyrir Stjörnuna að fá hann og ég geri ráð fyrir því að hann fari bara á kantinn, vinstra megin. Tóti mun bara gefa þeim einhverjar víddir, einhvern kraft þarna úti vinsta megin,“ svaraði Ingimar þá.

Stjarnan hefur farið illa af stað í Pepsi Max-deildinni. Þeir eru aðeins með tvö stig eftir fjóra leiki. Þeir mæta Breiðabliki annað kvöld.

Smelltu hér til að hlusta á þátt Dr. Football

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu