fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Chelsea ætlar að hreinsa til í sumar – Þessir eru á förum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 21:00

Bakayoko

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea ætlar að losa nokkra leikmenn frá félaginu í sumar. Victor Moses, Tiemoue Bakayoko og Emerson Palmieri eru allir á förum. Fabrizio Romano, sá virti blaðamaður, greindi frá þessu á Twitter.

Moses mun ganga endanlega í raðir Spartak Moskvu en þar hefur hann verið á láni á þessu tímabili. Leikmaðurinn hefur verið hjá Chelsea síðan 2012 en farið margoft á lán. Í fyrra, áður en hann fór til Sparkak, var hann hjá Inter og Fenerbache. Þá hefur hann einnig verið sendur til Liverpool, Stoke og West Ham á ferli sínum hjá Chelsea.

Emerson kom til Chelsea árið 2018. Hann hefur aðeins leikið tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann þarf því að finna sér nýtt lið.

Bakayoko hefur verið hjá Chelsea síðan 2017. Hann hefur þó verið á láni síðustu þrjú tímabil hjá Napoli, Monaco og AC Milan.

Þá greindi Romano einnig frá því að AC Milan muni í næstu viku taka ákvörðun um það hvort félagið ætli að kaupa Fikayo Tomori frá Chelsea. Hann hefur verið á láni í Mílanó síðan í janúar. Ítalska félagið getur keypt hann fyrir 28 milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar
433Sport
Í gær

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað