fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Breiðablik og Valur með sigra – Dramatískur fyrsti sigur Stjörnunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 20:29

Blikar unnu í kvöld. Mynd/Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir hafa farið fram í 4. umferð Pepsi Max-deildar kvenna það sem af er kvöldi.

Blikar lengi að finna sigurmarkið gegn nýliðunum

Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýliðum Tindastóls. Heimakonur unnu nauman sigur.

Fyrri hálfleikur var bragðdaufur og náðu Blikar ekki að ógna mark gestanna mikið. Staðan í hálfleik var markalaus.

Þegar um stundarfjórðungur lifði leiks fundu heimakonur loks markið. Þá skoraði Tiffany Mc Carty. Markið skoraði hún eftir undirbúning Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Lokatölur í leiknum urðu 1-0.

Breiðablik er með 9 stig eftir fjóra leiki. Tindastóll er með 4 stig.

Valur vann í markaleik í Eyjum

ÍBV fékk Val í heimsókn og úr varð mikið fjör þar sem gestirnir tóku stigin þrjú.

Viktorija Zaicikova kom heimakonum yfir eftir stundarfjórðung með flottu marki. Sigríður Lára Garðarsdóttir jafnaði metin fyrir Val um tíu mínútum síðar. Rétt fyrir leikhlé komst Valur yfir. Þá skoraði Lillý Rut Hlynsdóttir. Staðan í hálfleik var 1-2.

Strax í upphafi seinni hálfleiks varð Thelma Sól Óðinsdóttir fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan orðin erfið fyrir ÍBV. Þær minnkuðu þó muninn eftir klukkutíma leik þegar Delaney Bale Pridham, sem hefur verið í stuði í upphafi móts, skoraði. Bergdís Fanney Einarsdóttir gerði út um leikinn fyrir gestina á 85. mínútu með skallamarki. Lokatölur 2-4.

Valur er með 10 stig eftir fjóra leiki. ÍBV er með 3 stig.

Fyrsti sigur Stjörnunnar

Þór/KA og Stjarnan mættust á Akureyri. Gestirnir náðu í sinn fyrsta sigur á mótinu.

Leikurinn var heilt yfir fremur rólegur og stefndi ekki mikið í að það kæmi sigurmark þegar Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna í uppbótartíma. Lokatölur fyrir norðan urðu 0-1.

Stjarnan er með 4 stig eftir fjóra leiki. Þór/KA er með 3 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Í gær

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi