fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Mistekst Sunderland aftur að fara upp?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 19:21

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunderland tapaði í kvöld gegn Lincoln í fyrri leiknum í undanúrslitum umspilsins í ensku C-deildinni.

Sigurvegarinn í einvíginu fer í úrslitaleik við annað hvort Oxford eða Blackpool um sæti í Championship-deildinni á næstu leiktíð. Tom Hopper kom Lincoln yfir snemma í seinni hálfleik í dag og Brennan Johnson innsiglaði 2-0 sigur þeirra þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.

Sunderland hefur mátt muna fífil sinn fegurri. Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni árið 2017 og hefur mikið fjaðrafok verið í kringum það síðan. Sunderland féll lóðbeint úr Championship-deildinni árið eftir og hefur verið í C-deildinni síðan. Þeim tókst að komast í úrslitaleik umspilsins árið 2019 en töpuðu þar.

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Sunderland á laugardag. Það er spurning hvort þeir nái að snúa við tveggja marka forskoti Lincoln þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax