fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

,,Ef þú átt hvergi heima þá ertu bara útigangsmaður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 18:28

Mynd/Heimasíða Fram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Gunnar Sigurðsson, oft kallaður Gunnar á völlum eða Gunni Samloka, skaut á Fram í hlaðvarpsþættinum Innkastið á Fótbolta.net í vikunni. Þar sagðist hann hafa miklar framtíðaráhyggjur af liðinu þar sem það sé ,,heimilislaust.“

Fram hefur undanfarin ár flakkað á milli heimavalla. Karlaliðið lék lengi vel á Laugardalsvelli og árið 2015 léku þeir hluta mótsins í Úlfarsárdal. Þeir fluttu þó aftur í Laugardalinn stuttu síðar áður en liðið færði sig svo í Safamýri árið 2019. Þar hefur félagið einmitt verið með höfuðstöðvar lengi. Á næsta ári mun félagið þó flytja sig á nýtt íþróttasvæði í Úlfarsárdal. Þá mun Víkingur Reykjavík taka við Safamýri.

,,Einhverra hluta vegna þá bý ég í Safamýrinni, sem er Víkings Reykjavíkur-hverfið í dag en Frammararnir spila samt leikina sína í Víkings-hverfinu og það náttúrulega fjölmennti allt fólkið úr Grafarholtinu að sjá sitt lið spila,“ sagði Gunnar í kaldhæðnum tón. Hann bætti svo við ,,Það náttúrulega var ekki kjaftur frá þeim.“ Þarna ræddi hann áhorfendur á leik Fram og Víkings frá Ólafsvík.

,,Þetta voru bara ‘hard-core’ Frammararnir úr þessu hverfi sem mættu.“ Framtíðar áhyggjur mínar af Frömmurunum eru miklar. Þeir kunna að vera sætir á velli og allt það en ef þú átt hvergi heima þá ertu bara útigangsmaður og það fer ekki vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bróðir Garnacho í hnífabardögum á netinu – „„Þú ert 150 kíló, farðu í helvítis ræktina“

Bróðir Garnacho í hnífabardögum á netinu – „„Þú ert 150 kíló, farðu í helvítis ræktina“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungir Íslendingar í eldlínunni í fyrramálið

Ungir Íslendingar í eldlínunni í fyrramálið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir