fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Jafnt á Old Trafford er áhorfendur sneru aftur

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 18. maí 2021 18:56

Edinson Cavani fagnar marki / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tók á móti Fulham í 37. umferð ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli liðanna en þess má geta að loksins máttu stuðningsmenn mæta á völlinn.

Manchester United hafði tapað síðustu tveimur deildarleikjum en leikmenn liðsins mættu nokkuð ferskir í þennan leik. Í fyrri hálfleik voru þeir hættulegir framávið og uppskáru mark þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þá var Edison Cavani á ferðinni og skoraði með stórkostlegri vippu.

Manchester United stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik en Fulham átti sína spretti. Seinni hálfleikur hélt áfram í svipuðum dúr og sóttu heimamenn stíft. Það voru þó gestirnir sem skoruðu næsta mark og jöfnuðu leikinn á 77. mínútu. Mark Fulham skoraði Bryan með skalla. Eftir markið ógnuðu leikmenn Fulham aðeins meira fram á við en þar við sat og jafntefli liðanna því staðreynd.

Manchester United náði því ekki að tryggja 2. sætið í deildinni en Leicester geta enn stolið því af þeim. Fulham er fallið og spilar í Championship á næstu leiktíð.

Manchester United 1 – 1 Fulham
1-0 Cavani (´15)
1-1 Bryan (´77)

Á sama tíma tók Southampton á móti Leeds og endaði sá leikur 0-2 fyrir Leeds.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og hart barist. Leikmenn Southampton spiluðu fyrri hálfleikinn afar vel og fengu nokkur góð færi til að komast yfir. Leeds sýndi ekki mikinn sóknarleik í fyrri en varðist vel.

Allt annar bragur var á leikmönnum Leeds í seinni og braut Bamford ísinn á 73. mínútu með skoti úr þröngu færi. Roberts innsiglaði svo sigur Leeds með marki í uppbótartíma.

Leeds komst upp í 8. sæti deildarinnar með þessum sigri sem er frábær árangur hjá nýliðunum. Southampton situr í 14. sæti deildarinnar.

Southampton 0 – 1 Leeds
0-1 Bamford (´73)
0-2 Roberts (90+5)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Atvik sem sást ekki í beinni útsendingu – Garnacho fékk kaldar kveðjur frá leikmanni United

Atvik sem sást ekki í beinni útsendingu – Garnacho fékk kaldar kveðjur frá leikmanni United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valsmenn björguðu stigi í uppbótartíma – Halda góðu forskoti á Blika í baráttu um Evrópu

Valsmenn björguðu stigi í uppbótartíma – Halda góðu forskoti á Blika í baráttu um Evrópu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld