fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Pepsi-Max deild karla: Ósigraðir KA-menn halda áfram að heilla

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 20:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík tók á móti KA í 4. umferð Pepsi-Max deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-4 sigri KA.

Ásgeir kom gestunum yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum eftir stoðsendingu frá Andra Fannari Stefánssyni. Keflvíkingar jöfnuðu stuttu síðar og var það Ástbjörn Þórðarsson sem skoraði það með skoti af stuttu færi eftir baráttu í teignum.

Gestirnir svöruðu því fljótt og komust aftur yfir aðeins þremur mínútum síðar. Þar var Ásgeir aftur á ferðinni en hann skoraði með skalla eftir sendingu frá Hallgrími Mar.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu og steig Hallgrímur á punktinn. Sindri varði spyrnuna frábærlega og því var Keflavík enn inni í leiknum í hálfleik.

Seinni hálfleikur var nokkuð áþekkur þeim fyrri og kom Hallgrímur gestunum í 1-3 á 62. mínútu með flottu skoti og Elfar Árni gulltryggði sigurinn undir lok leiks með flottu marki eftir stoðsendingu frá Hallgrími Mar.

Frábært gengi KA heldur því áfram en liðið hefur nú unnið þrjá og gert eitt jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum.

Keflavík 1 – 4 KA
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson (´15)
1-1 Ástbjörn Þórðarsson (´22)
1-2 Ásgeir Sigurgeirsson (25)
1-3 Hallgrímur Mar Steingrímsson (´62)
1-4 Elfar Árni Aðalsteinsson (´90)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bróðir Garnacho í hnífabardögum á netinu – „„Þú ert 150 kíló, farðu í helvítis ræktina“

Bróðir Garnacho í hnífabardögum á netinu – „„Þú ert 150 kíló, farðu í helvítis ræktina“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Í gær

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Í gær

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir