fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Pepsi-Max deild karla: Ósigraðir KA-menn halda áfram að heilla

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 20:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík tók á móti KA í 4. umferð Pepsi-Max deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-4 sigri KA.

Ásgeir kom gestunum yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum eftir stoðsendingu frá Andra Fannari Stefánssyni. Keflvíkingar jöfnuðu stuttu síðar og var það Ástbjörn Þórðarsson sem skoraði það með skoti af stuttu færi eftir baráttu í teignum.

Gestirnir svöruðu því fljótt og komust aftur yfir aðeins þremur mínútum síðar. Þar var Ásgeir aftur á ferðinni en hann skoraði með skalla eftir sendingu frá Hallgrími Mar.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu og steig Hallgrímur á punktinn. Sindri varði spyrnuna frábærlega og því var Keflavík enn inni í leiknum í hálfleik.

Seinni hálfleikur var nokkuð áþekkur þeim fyrri og kom Hallgrímur gestunum í 1-3 á 62. mínútu með flottu skoti og Elfar Árni gulltryggði sigurinn undir lok leiks með flottu marki eftir stoðsendingu frá Hallgrími Mar.

Frábært gengi KA heldur því áfram en liðið hefur nú unnið þrjá og gert eitt jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum.

Keflavík 1 – 4 KA
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson (´15)
1-1 Ástbjörn Þórðarsson (´22)
1-2 Ásgeir Sigurgeirsson (25)
1-3 Hallgrímur Mar Steingrímsson (´62)
1-4 Elfar Árni Aðalsteinsson (´90)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum