fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Tottenham með þægilegan sigur gegn Wolves

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 14:56

HojbMynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham vann góðan 2-0 sigur gegn Wolves á heimavelli sínum í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Harry Kane kom heimamönnum yfir rétt fyrir leikhlé. Pierre-Emile Hojbjerg stakk boltanum þá inn fyrir vörn Úlfanna þar sem Kane var mættur til að skora. Markið kom rétt eftir að Conor Coady hafði bjargað á línu frá Kane. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Tottenham.

Heimamenn voru líklegir til að bæta við í upphafi seinni hálfleiks og markið kom eftir rúman klukkutíma leik. Þá skoraði Hojbjerg er hann náði frákasti eftir að Rui Patricio hafði varið skot Gareth Bale.

Tottenham sigldi leiknum í höfn eftir þetta. Lokatölur 2-0. Þeir eru í sjötta sæti deildarinnar, Evrópudeildarsæti, með 59 stig. Þeir eru 5 stigum á eftir Chelsea, sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Wolves siglir lignan sjó, eru í tólfta sæti með 45 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Aubameyang snýr líklega aftur

Aubameyang snýr líklega aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Elanga staðfestur hjá Newcastle

Elanga staðfestur hjá Newcastle
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði
433Sport
Í gær

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“
433Sport
Í gær

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“