fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Segja að Kabak fái ekki samning hjá Liverpool – Þetta er ástæðan

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 12:33

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ozan Kabak, miðvörður Liverpool á láni frá Schalke í Þýskalandi, mun ekki ganga endalega í raðir félagsins í sumar ef marka má fréttir Daily Mail og The Sun í morgun.

Kabak kom til Liverpool í janúar á lánssamningi með ákvæði sem gefur félaginu rétt til þess að kaupa leikmanninn á 18 milljónir punda í sumar.

Virgil van Dijk kemur til baka úr meiðslum í sumar og þá er einnig talið að miðvörðurinn Ibrahima Konate verði keyptur á 34 milljónir punda. Það er ljóst að Kabak fengi ekki margar mínútur í öftustu línu Liverpool með þessa menn á undan sér í forgangsröðinni. Fyrir eru miðverðirnir Rhys Williams og Nat Phillips hjá félaginu.

Schalke er fallið úr þýsku Bundesligunni og spilar í B-deildinni á næstu leiktíð. Það er óvíst hvort að Kabak taki slaginn þar en samkvæmt þessum fregnum verður hann í hið minnsta ekki hjá Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham