fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Pogba segir Kante oft svindla

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba, stjarna Manchester United segir að N’Golo Kante, leikmaður Chelsea og liðsfélagi hans hjá franska landsliðinu, svindli oft á tíðum þegar þeir spila borðspil saman.

Kante hefur verið frábær síðan hann kom inn í enska boltann árið 2015, fyrst með Leicester og svo með Chelsea. Hann er þekktur fyrir að vera einn sá allra hógværasti í boltanum og er þekktur fyrir allt annað en stjörnustæla. Pogba segir þó að hann muni gera hvað sem er til þess að vinna.

,,Hann svindlar oft í borðspilum. Ég er að segja satt, hann svindlar,“ sagði Pogba í viðtali við BeIN Sports.

,,Hann segir að hann svindli ekki en hann gerir það. Hann er klár strákur en þetta er allt í lagi. Þú getur ekki annað en elskað hann.“ Pogba bætti svo við að Kante væri elskulegasti knattspyrnumaður í sögunni.

Hann hrósaði einnig hæfileikum samlanda síns inni á vellinum. ,,Hann hefur allt. Hann er tæknilega góður, með mikla sendingagetu og er úti um allt á vellinum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham