fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Milan missteig sig – Svakaleg spenna fyrir lokaumferðina

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 20:42

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttan um Meistaradeildarsætin í Serie A á Ítalíu er enn gríðarlega hörð á milli fjögurra liða þegar aðeins ein umferð er eftir. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins.

AC Milan tókst ekki að vinna Cagliari á heimavelli sínum nú í kvöld. Tvö dýrmæt stig farin í súginn þar.

Fyrr í dag vann Napoli 0-2 sigur á Fiorentina í Flórens. Lorenzo Insigne skoraði fyrra mark þeirra á 56. mínútu. Það seinna var sjálfsmark Lorenzo Venuti.

Staðan í Meistaradeildarbaráttunni er nú þannig að fjögur lið eru enn að berjast um síðustu þrjú sætin í keppninni fyrir lokaumferðina. Atalanta er í öðru sæti með 78 stig, Milan og Napoli í þriðja og fjórða með 76 stig og Juventus í því fimmta með 75 stig.

Leikirnir sem liðin í Meistaradeildarbaráttunni eiga í lokaumferðinni

Atalanta-Milan

Bologna-Juventus

Napoli – Verona

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga