fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Jón Dagur skoraði – Jafnt í Íslendingaslag í Svíþjóð

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 18:46

Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum á Skandinavíu og í Póllandi í dag. Hér má lesa yfirferð yfir það helsta:

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði og skoraði fyrir AGF í 3-1 sigri á Nordsjælland í meistara-hluta (e. Championship group) dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Mark hans kom AGF yfir í 2-1. Með sigrinum tryggði liði sér sæti í umspili um þátttökurétt í UEFA Conference League.

Alfons Sampsted spilaði fyri Bodo/Glimt og Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir Rosenborg er liðin gerðu 2-2 jafntefli í efstu deildinni í Noregi. Báðir léku þeir allan leikinn. Bodo/Glimt er með 7 stig eftir þrjá leiki. Rosenborg hefur 5 stig.

Viðar Ari Jónsson byrjaði inni á og spilaði 65 mínútur í 0-3 tapi Sandefjord gegn Mjöndalen í sömu deild. Þetta var fyrsti leikur liðsins í deildinni í ár.

Í sömu deild kom Valdimar Þór Ingimundarson inn á sem varamaður seint í 3-1 sigri Stromsgodset gegn Lilleström. Ari Leifsson er einnig á mála hjá Stromsgodset en hann kom ekki við sögu í dag. Þetta var fyrsti leikur liðsins í deildinni.

Aron Jóhannsson var í byrjunarliði og spilaði svo gott sem allan leikinn fyrir Lech Poznan í 1-1 jafntefli gegn Gornik í pólsku úrvalsdeildinni. Leikurinn var liður í lokaumferð deildarinnar og endar Lech í ellefta sæti.

Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Hammarby í 2-2 jafntefli gegn Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni. Hammarby er í þriðja sæti deildarinnar, með 11 stig eftir sjö leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Aubameyang snýr líklega aftur

Aubameyang snýr líklega aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Elanga staðfestur hjá Newcastle

Elanga staðfestur hjá Newcastle
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði
433Sport
Í gær

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“
433Sport
Í gær

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“