fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Þetta er ástæðan fyrir því að jöfnunarmark Chelsea stóð ekki

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 20:12

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester varð enskur bikarmeistari í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Chelsea. Það leit út fyrir að Chelsea væri að jafna í blálokin en þá steig VAR inn í.

Youri Tielemans skoraði sigurmark Leicester í dag með glæsilegu skoti af löngu færi um miðjan seinni hálfleik. Chelsea þjarmaði að Leicester eftir markið en tókst ekki að skora.

Þeir komu boltanum þó í netið á 90. mínútu. Dómarar komust hins vegar að þeirri niðurstöðu eftir að hafa notast við VAR, myndbandsdómsgæsluna, að Ben Chilwell hafi verið rangstæður í aðdraganda marksins. Markið fékk því ekki að standa. Vonbrigði leikmanna og stuðningsmanna Chelsea leyndu sér ekki en gríðarlegur fögnuður hafði átt sér stað áður en markið var dæmt af.

VAR hefur oft verið í umræðunni á þessu tímabili, þá sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni, fyrir það að dæma mörk af vegna rangstöðu þar sem erfitt er að sjá að leikmenn séu fyrir innan. Það hefur meira að segja oft verið enn tæpara en atvikið í dag. Engu að síður þá var um millimetraspursmál að ræða þegar Chilwell var fyrir innan í dag.

Mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham