fbpx
Miðvikudagur 23.júní 2021
433Sport

Juventus með nauðsynlegan sigur í stórleiknum – Atalanta heldur sínu striki

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 18:36

Spilar Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni á næstu leiktíð?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus og Atalanta unnu bæði sigra í gríðarlega harðri Meistaradeildarbaráttu í Serie A á Ítalíu í dag.

Cristiano Ronaldo kom heimamönnum í Juve yfir í stórleiknum gegn Inter um miðjan fyrri hálfleik. Hann fylgdi þá eftir mislukkaðri vítaspyrnu. Um tíu mínútum síðar fengu gestirnir víti. Romelu Lukaku steig á punktinn og jafnaði leikinn. Juan Cuadrado kom Juve svo aftur yfir í blálok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 2-1.

Á 83. mínútu leiksins varð Giorgio Chiellini fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan orðin jöfn á nýjan leik. Þriðja vítaspyrna leiksins var þó dæmd í lok leiks. Ronaldo var farinn út af svo Cuadrado steig á punktinn og skoraði sigurmark Juve. Lokatölur 3-2.

Í Genúa komst Atalanta í 3-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Duvan Zapata, Ruslan Malinovsky og Robin Gosens. Eldor Shomurodov minnkaði muninn fyrir Genoa í byrjun seinni hálfleiks en Mario Pasalic kom Atalanta í 4-1 um hæl. Heimamönnum tókst að minnka muninn í 4-3 með mörkum Goran Pandev og Shomurodov.

Atalanta er í öðru sæti með 78 stig eftir 37 leiki. Juve er í því fjórða með 75 stig, einnig eftir 37 leiki. AC Milan er í þriðja sæti með 75 stig og Napoli í fimmta með 73 stig. Bæði Milan og Napoli hafa leikið leik minna en Atalanta og Juve. Það er spenna framundan í Meistaradeildarbaráttunni. Inter er orðið meistari og Genoa siglir lignan sjó í fjórtánda sæti.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson á ferð og flugi – Á leið til Katar að pakka í töskur

Heimir Hallgrímsson á ferð og flugi – Á leið til Katar að pakka í töskur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mourinho hjólar í Bruno Fernandes

Mourinho hjólar í Bruno Fernandes
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Verða í sóttkví fram til mánudags

Verða í sóttkví fram til mánudags
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Máni um aumingjans mennina í Hafnarfirði: „Fengu ekki borguð launin sín og það var vandamál“

Máni um aumingjans mennina í Hafnarfirði: „Fengu ekki borguð launin sín og það var vandamál“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Brandon má fara
433Sport
Í gær

Pepsi Max-deild kvenna: Breiðablik rúllaði yfir Selfoss – Fylkir vann Þrótt

Pepsi Max-deild kvenna: Breiðablik rúllaði yfir Selfoss – Fylkir vann Þrótt
433Sport
Í gær

Sjáðu kostulega hollenska búninga í anda kórónuveirufaraldursins

Sjáðu kostulega hollenska búninga í anda kórónuveirufaraldursins
433Sport
Í gær

Horfðu á markaþátt Lengjudeildarinnar: Dramatík i Mosó – Umdeilt atvik á Akureyri

Horfðu á markaþátt Lengjudeildarinnar: Dramatík i Mosó – Umdeilt atvik á Akureyri
433Sport
Í gær

Pepsi Max-deild kvenna: Öruggur sigur Stjörnunnar – Óvænt jafntefli á Hlíðarenda

Pepsi Max-deild kvenna: Öruggur sigur Stjörnunnar – Óvænt jafntefli á Hlíðarenda