fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Víkingar lögðu Stjörnuna í Garðabæ

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 21:46

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur vann góðan útisigur gegn Stjörnunni í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir strax á 5. mínútu eftir slæm mistök Haralds Björnssonar í marki Stjörnunnar.

Heimamenn jöfnuðu metin eftir hálftíma leik. Hilmar Árni Halldórsson skoraði þá eftir stoðsendingu frá Þorsteini Má Ragnarssyni.

Stuttu síðar fengu Víkingar víti. Boltinn fór þá í höndina á Brynjari Gauta Guðjónssyni innan teigs. Hansen fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Stjarnan jafnaði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks með marki frá Tristani Frey Ingólfssyni. Markið var einstaklega flott af löngu færi.

Staðan í hálfleik var 2-2.

Sigurmark leiksins kom í upphafi seinni hálfleiks. Júlíus Magnússon gerði það fyrir Víkinga. Markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Pablo Punyed. Lokatölur 2-3.

Víkingur er með 7 stig eftir þrjár umferðir. Stjarnan er aðeins með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“