fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Víkingar lögðu Stjörnuna í Garðabæ

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 21:46

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur vann góðan útisigur gegn Stjörnunni í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir strax á 5. mínútu eftir slæm mistök Haralds Björnssonar í marki Stjörnunnar.

Heimamenn jöfnuðu metin eftir hálftíma leik. Hilmar Árni Halldórsson skoraði þá eftir stoðsendingu frá Þorsteini Má Ragnarssyni.

Stuttu síðar fengu Víkingar víti. Boltinn fór þá í höndina á Brynjari Gauta Guðjónssyni innan teigs. Hansen fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Stjarnan jafnaði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks með marki frá Tristani Frey Ingólfssyni. Markið var einstaklega flott af löngu færi.

Staðan í hálfleik var 2-2.

Sigurmark leiksins kom í upphafi seinni hálfleiks. Júlíus Magnússon gerði það fyrir Víkinga. Markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Pablo Punyed. Lokatölur 2-3.

Víkingur er með 7 stig eftir þrjár umferðir. Stjarnan er aðeins með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær