fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Dramatískur sigur Vals í markaleik

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tók á móti HK á Hlíðarenda í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Heimamenn unnu nauman sigur í markaleik.

Það var HK sem komst óvænt yfir í kvöld. Þá skoraði Stefan Alexander Ljubicic með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Valgeirs Valgeirssonar, sem var loks í byrjunarliði HK í kvöld.

Patrick Pedersen jafnaði metin fyrir heimamenn aðeins fimm mínútum síðar. Hann fékk þá sendingu inn fyrir áður en hann tók snertingu framhjá markverði HK og setti boltann í netið.

Staðan í hálfleik var 1-1.

Gestirnir komu sterkir inn í seinni hálfleik en Valsarar tóku við sér þegar á hann leið. Næstu mörk létu bíða lengi eftir sér.

Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks skoraði Christian Köhler sitt fyrsta mark fyrir Val með marki beint úr aukaspyrnu. Hinum megin jafnaði HK þó strax. Jón Arnar Barðdal kom knettinum þá í netið eftir fyrirgjöf.

Það stefndi í jafntefli þegar Almarr Ormarsson skoraði sigurmark heimamanna í uppbótartíma. Boltinn barst þá til hans eftir darraðadans inni á teig og hann setti boltann í netið. Lokatölur 3-2.

Valur er með 7 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. HK er með 2 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Í gær

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Í gær

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“