fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Mótmælendur stöðva rútu Liverpool – Leikurinn í hættu?

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 17:05

Frá mótmælunum fyrr í mánuðinum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótmælendur hafa stöðvað liðsrútu Liverpool sem er á leið á Old Trafford fyrir stórleik liðsins gegn Manchester United í kvöld. Um frestaðan leik er að ræða en mótmælendur stöðvuðu leik þessara liða í byrjun mánaðar.

Stuðningsmenn Man Utd hafa undanfarið mótmælt Glazer-fjölskyldunni sem á félagið. Eigendurnir hafa lengi verið óvinsælir en þeir settu olíu á eldinn í síðasta mánuði þegar þeir tóku þátt í því að reyna að stofna nýja evrópska Ofurdeild. Mótmælin náðu hámarki þegar stuðningsmenn mótmæltu svo harðlega fyrir leik þessara liða sem átti að fara fram á dögunum að honum var frestað.

Nú er lið Liverpool á leið í frestaða leikinn með rútu en stuðninsmenn Man Utd hafa lokað fyrir aðgang rútunnar með því að leggja bílum sínum fyrir hana í hliðargötu. Þá er einnig talað um að þeir hafa hleypt lofti úr dekkjum rútunnar.

Leikurinn á sem stendur að fara fram klukkan 19:15. Það er þó spurning hvort mótmælendum takist aftur að hafa áhrif á leikinn.

Uppfært: Lögregla hefur skipað bílstjórum að færa bíla sína frá rútunni og er hún farin aftur af stað. Ekki er talið að leikmenn Liverpool séu um borð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Í gær

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Í gær

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“