fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Gríðarlega mikilvægur sigur Liverpool í stórleiknum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 21:55

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er enn vel inni í Meistaradeildarbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Manchester United á Old Trafford í kvöld í stórleik.

Bruno Fernandes kom heimamönnum yfir á 10. mínútu. Hann fékk þá boltann innan teigs og skaut í Nat Phillips og í netið.

Diogo Jota jafnaði leikinn þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks. Honum tókst þá að stýra skoti Phillips í netið.

Roberto Firmino kom Liverpool yfir rétt fyrir leikhlé þegar hann skoraði með skalla. Staðan í hálfleik var 1-2 fyrir gestina.

Firmino skoraði þriðja mark Liverpool í upphafi seinni hálfleiks. Hann náði þá frákastinu eftir að skot Trent Alexander-Arnold var varið.

Marcus Rashford minnkaði muninn fyrir Man Utd um miðbik seinni hálfleiks eftir stoðsendingu frá Edinson Cavani.

Mohamed Salah gerði þó út um leikinn fyrir Liverpool í blálokin. Lokatölur 2-4.

Man Utd er í öðru sæti deildarinnar með 70 stig. Liverpool er með 60 stig í fimmta sæti, 4 stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu. Þá á Liverpool eftir að leika þrjá leiki á meðan Chelsea á aðeins tvo leiki eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Í gær

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Í gær

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“