fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Aftur vann Arsenal gegn Chelsea

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 21:26

Emile Smith-Rowe fagnar marki ásamt liðsfélaga sínum Pierre Emerick Aubameyang. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann góðan útisigur gegn Chelsea í kvöld. Þetta var fyrsta tap Chelsea í mánuð.

Arsenal komst yfir á 16. mínútu með marki frá Emile Smith-Rowe. Jorginho átti þá hræðilega sendingu til baka, ætlaða Kepa Arrizabalaga í markinu. Hann setti boltann næstum því í eigið net. Kepa náði þá að bjarga en þó beint á Pierre-Emerick Aubameyang sem kom boltanum á Smith-Rowe sem skoraði.

Heimamenn voru heilt yfir betri í leiknum. Christian Pulisic kom boltanum að vísu í netið eftir klukkutíma leik en eftir skoðun í VAR var hann dæmdur rangstæður. Þeir mættu með allt sitt fram völlinn í lok leiks en þeim tókst ekki að finna jöfnunarmark. Lokatölur 0-1 fyrir Arsenal, sem vann einnig fyrri leik liðanna á tímabilinu á Emirates-vellinum.

Arsenal er komið upp í áttunda sæti með 55 stig. Þeir eiga enn möguleika á Evrópusæti. Chelsea er í fjórða sæti með 64 stig, með 6 stiga forskot á West Ham og 7 stiga forskot á Liverpool. West Ham á þó einn leik til góða á Chelsea og Liverpool tvo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“
433Sport
Í gær

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Í gær

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Í gær

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni