fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
433Sport

Aftur vann Arsenal gegn Chelsea

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 21:26

Emile Smith-Rowe fagnar marki ásamt liðsfélaga sínum Pierre Emerick Aubameyang. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann góðan útisigur gegn Chelsea í kvöld. Þetta var fyrsta tap Chelsea í mánuð.

Arsenal komst yfir á 16. mínútu með marki frá Emile Smith-Rowe. Jorginho átti þá hræðilega sendingu til baka, ætlaða Kepa Arrizabalaga í markinu. Hann setti boltann næstum því í eigið net. Kepa náði þá að bjarga en þó beint á Pierre-Emerick Aubameyang sem kom boltanum á Smith-Rowe sem skoraði.

Heimamenn voru heilt yfir betri í leiknum. Christian Pulisic kom boltanum að vísu í netið eftir klukkutíma leik en eftir skoðun í VAR var hann dæmdur rangstæður. Þeir mættu með allt sitt fram völlinn í lok leiks en þeim tókst ekki að finna jöfnunarmark. Lokatölur 0-1 fyrir Arsenal, sem vann einnig fyrri leik liðanna á tímabilinu á Emirates-vellinum.

Arsenal er komið upp í áttunda sæti með 55 stig. Þeir eiga enn möguleika á Evrópusæti. Chelsea er í fjórða sæti með 64 stig, með 6 stiga forskot á West Ham og 7 stiga forskot á Liverpool. West Ham á þó einn leik til góða á Chelsea og Liverpool tvo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að allt sé vitlaust á bak við tjöldin hjá Liverpool vegna þessa máls

Sögusagnir um að allt sé vitlaust á bak við tjöldin hjá Liverpool vegna þessa máls
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Solskjær til í að koma til skamms tíma eða lengri – United skoðar málið

Solskjær til í að koma til skamms tíma eða lengri – United skoðar málið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfsfólk Manchester United steinhissa – Opinbera hvað Amorim gerði á leið af æfingasvæðinu eftir brottreksturinn

Starfsfólk Manchester United steinhissa – Opinbera hvað Amorim gerði á leið af æfingasvæðinu eftir brottreksturinn
433Sport
Í gær

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Amorim sáttur með lífið á degi brottreksturs

Sjáðu myndina: Amorim sáttur með lífið á degi brottreksturs
433Sport
Í gær

U-beygja í fréttum af stjóramálum Manchester United

U-beygja í fréttum af stjóramálum Manchester United
433Sport
Í gær

Raunverulegar ástæður þess að Amorim var rekinn – Fór illa í yfirmenn þegar hann tók þessa leikmenn fyrir

Raunverulegar ástæður þess að Amorim var rekinn – Fór illa í yfirmenn þegar hann tók þessa leikmenn fyrir