fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Einn sá besti í ensku úrvalsdeildina í sumar?

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 8. maí 2021 14:30

Jan Oblak. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jan Oblak, markvörður Atletico Madrid, er sagður vilja komast í ensku úrvalsdeildina. Þau svokölluðu stóru sex eru sögð heilla hann.

Oblak hefur spilað með Atletico frá því árinu 2014, þegar hann kom frá Benfica. Hann hefur síðan bætt sig mikið og orðið einn besti markvörður heims. Hann hefur til að mynda haldið 158 sinnum hreinu í tæpum 300 leikjum fyrir Atleti.

Þrátt fyrir það að Atletico hafi átt gott tímabil og séu í hörkubaráttu við Real Madrid og Barcelona um meistaratitilinn er hinn 28 ára gamli Oblak sagður klár í nýja áskorun.

Rob Dawson, blaðamaður á ESPNsegir að fulltrúar leikmannsins séu bjartsýnir á að koma honum að hjá einhverjum af stóru sex liðunum á Englandi. Þá er verið að tala um Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham.

Atletico leikur þessa stundina við Barcelona í leik sem gæti orðið þýðingarmikill í titilbaráttunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur