fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Derby hélt sér uppi – Lið Jóns Daða tapaði stórt

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 8. maí 2021 13:38

Wayne Rooney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaumferð ensku B-deildarinnar fór fram í dag. Derby tókst að halda sér uppi. Lið Jóns Daða Böðvarssonar skíttapaði gegn Coventry.

Fyrir lokaumferðina í dag var ljóst að Norwich og Watford færu upp í ensku úrvalsdeildina. Einnig var það á hreinu að Brentford, Swansea, Barnsley og Bournmouth myndu fara í umspil um síðasta lausa sætið þar.

Eina spennan var því í fallbaráttunni. Nú er ljóst að það eru Sheffield Wednesday, Rotherham og Wycombe sem fara niður í C-deildina. Derby, undir stjórn Wayne Rooney, gerði 3-3 jafntefli gegn Wednesday í dag og dugði það til þess að halda liðinu uppi. Rotherham fékk á sig jöfnunarmark í lok síns leiks sem felldi liðið og tryggði Derby áframhaldandi veru í deildinni.

Þess má geta að Jón Daði sat allan tímann á varamannabekk Millwall sem tapaði 6-1 gegn Coventry í leik sem litlu máli skipti. Millwall lýkur tímabilinu í 11. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur