fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Íslendingar í útlöndum: Lið Alfreðs í vandræðum – Elías skoraði

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. maí 2021 21:48

Elías Már Ómarsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur Íslendingalið léku í dag og kvöld. Hér er stutt yfirferð yfir leikina:

Alfreð Finnbogason lék ekki með Augsburg sem tapaði 2-1 gegn Stuttgart í þýsku Bundesligunni. Augsburg hefur sogast niður í bullandi fallbaráttu upp á síðkastið. Þeir eru með 33 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Þá eiga öll liðin fyrir neðan leiki til góða.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Darmstadt í 1-2 sigri gegn Hannover í þýsku B-deildinni. Liðið siglir lignan sjó um miðja deild.

Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB í 1-0 sigri gegn AaB í dönsku Superligunni. Hann spilaði 75 mínútur. Leikurinn var liður í neðri hluta deildarinnar eftir að henni var skipt upp. OB er í þriðja sæti í neðri hlutanum, 3 stigum á eftir AaB sem er efst. Efsta sæti þessa hluta gefur einmitt þátttökurétt í umspili um sæti í UEFA Conference League á næsta tímabili. Sigurinn var því mikilvægur.

Elías Rafn Ólafsson lék allan leikinn í marki Fredericia í 3-0 sigri gegn Köge í dönsku B-deildinni. Liðin leika í efri hluta (e. promotion group) deildarinnar eftir að henni var skipt upp. Fredericia hefur að litlu að keppa fyrir lokaleiki tímabilsins.

Elías Már Ómarsson skoraði mark Excelsior í 2-1 tapi gegn Jong AZ í hollensku B-deildinni. Ein umferð er eftir af deildinni og hefur Excelsior að engu að keppa fyrir hana. Ljóst er að liðið endar í níunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool þáði ekki boðið

Leikmaður Liverpool þáði ekki boðið
433Sport
Í gær

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina