fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Rekinn eftir að rasísk skilaboð rötuðu á vitlausan stað

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Lehmann hefur verið rekinn úr stjórn Hertha Berlin eftir rasísk skilaboð sem hann sendi í gær. Þessum fyrrum markvörður Arsenal sendi skilaboðin Dennis Aogo sérfræðing Sky í Þýskalandi.

Skilaboðin sem Lehman sendi voru um Aogo en hann sendi þau óvart á Aogo sem birti þau á Instagram, Lehmann var vikið úr stjórn Hertha vegna þess.

„Er Dennis í raun tákn svarta mannsins ykkar?,“ skrifaði Lehmann í skilaboðum sínum.

Getty Images

Dennis Aogo birti skilaboðin og blöskraði en hann var sérfræðingur yfir leik Manchester City og PSG í gær þegar Lehmann sendi skilaboðin.

Stjórn Hertha Berlin ákvað að reka Lehmann tafarlaust úr starfi. „Ég biðst afsökunar á samtali mínu við Dennis. Hann er frábær sérfræðingur og veit mikið um íþróttinda enda var hann í þýska landsliðinu,“ sagði Lehmann í yfirlýsingu.

Aogo lék 13 landsleiki fyrir Þýskaland en hann lagði skóna á hilluna í fyrra eftir farsælan feril með Hamburg, Freiburg, Schalke, Stuttgart og Hannover.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal vill verðlauna hann með nýjum samningi

Arsenal vill verðlauna hann með nýjum samningi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum