fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Chelsea blandar sér í baráttuna – Búast má við átökum í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búast má við átökum á milli þriggja af stærri félögum Englands í sumar þegar Jadon Sancho kantmaður Borussia Dortmund verður til sölu. Enskir fjölmiðlar segja frá.

Chelsea er nú byrjað að sýna áhuga á því að kaupa Sancho frá Dortmund í sumar. Borussia Dortmund hefur lækkað verðmiða sinn á Sancho og vill félagið nú fá 78 milljónir punda fyrir kantmanninn í sumar. Dortmund neitaði að selja Sancho fyrir ári síðan, þá heimtaði félagið 110 milljónir punda en Manchester United vildi ekki borga þá upphæð.

Forráðamenn Dortmund hafa greint frá því að samkomulag sé við Sancho um að hann geti farið í sumar, enski kantmaðurinn vill fara og verður verðmiðinn rétt undir 80 milljónum punda.

Í fréttum segir að Liverpool hafi áhuga á Sancho í sumar en áhugi Manchester United er einnig til staðar. Nú hefur svo Chelsea bætt sér í hóp þeirra liða sem vill kaupa kantmanninn.

Sancho hefur átt frábæra tíma hjá Dortmund en enski kantmaðurinn var áður í herbúðum Manchester City en fór til Dortmund til að spila meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn