fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Á atvinnuleysisbótum fyrir sex árum – Þénar í dag 44 milljónir á mánuði

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 09:06

Mendy, léttur ljúfur og kátur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir sex árum síðan var Edouard Mendy atvinnulaus og þurfti að fara á atvinnuleysisbætur til þess að geta borðað og borgað reikninga.

Mendy lék þá með Cherbourg í neðri deildum í Frakklandi en fékk ekki lengri samning, þá 23 ára var Mendy óviss um það hvort hann fengi annað tækifæri í fótboltanum. Mendy lagði hins vegar mikið á sig og í gær var hann í byrjunarliði Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Edouard Mendy er eini afríski markmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni. Mynd/Getty

Atvinnulaus Mendy barðist fyrir því að fá reynslu hjá Marseille, hann komst að þar og lék fyrir varalið félagsins. Hann gekk svo í raðir Reims og var þaðan keyptur til Rennes árið 2019, ári síðar borgaði Chelsea nokkra milljarða fyrir kappann.

„Ef einhver hefði sagt mér það fyrir sex árum að ég væri hérna, þá hefði ég aldrei hlustað á þann aðila aftur,“ sagði Mendy.

„Ég efaðist um mig og hvort ég gæti haldið áfram í fótboltanum. Ég þakka þessum augnablikum fyrir staðinn sem ég er á í dag, ég og fjölskylda mín höfum grætt á þessu.“

Mendy segist svo hafa þegið styrki þegar hann var atvinnulaus. „Ég fór á bætur, það var bara til þess að geta æft vel. Ég átti von á mínu fyrsta barni. Það var fótboltinn eða þá að ég hefði þurft að fara í aðra vinnu til að framfleyta okkur og barninu,“ segir Mendy sem í dag þénar 11 milljónir á viku hjá Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu