fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Sara Björk og Árni Vill eiga von á barni

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 17:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Lyon, greindi frá þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlinum Instagram í dag. Sara og Árni Vilhjálmsson, sem samdi nýverið við Breiðablik, eiga von á sínu fyrsta barni saman.

„Þetta ár reyndist vera aðeins öðruvísi en við bjuggumst við, lítur út fyrir að við verðum þrjú í nóvember. Það sem við hlökkum til,“ skrifaði Sara við myndina á Instagram

Sara Björk er án efa farsælasta fótboltakona okkar Íslendinga. Hún lék lengi með Wolfsburg í Þýskalandi áður en hún skrifaði undir hjá Lyon, einu besta félagsliði í heimi á síðasta ári. Hún varð Evrópumeistari með Lyon á sínu fyrsta tímabili.

Árni er 26 ára en hann gekk nýlega aftur í raðir Breiðablik eftir að hafa verið í atvinnumennsku í rúm sex ár.

Við óskum parinu innilega til hamingju með þessar gleðifréttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool býður leikmann í skiptum fyrir Guehi

Liverpool býður leikmann í skiptum fyrir Guehi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill hiti á miðvikudag

Mikill hiti á miðvikudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?