fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Ítalía: Juventus með mikilvægan sigur – Andri Fannar kom við sögu

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld fór fram 32. umferð ítölsku deildarinnar. Juventus vann 3-1 sigur á Parma og tryggði sér þar með mikilvæg stig í Evrópubaráttunni. Þá gerði Inter 1-1 jafntefli við Spezia.

Brugman braut ísinn fyrir gestina í Parma eftir 25. mínútna leik með frábæru skoti. Juventus bættu í sóknarleikinn og jafnaði Alex Sandro metin rétt fyrir hálfleik. Hann var svo aftur á ferðinni í byrjun seinni hálfleiks þegar hann kom Juventus yfir með flottum skalla. De Ligt gulltryggði svo sigur heimamanna á 69. mínútu með skalla. Juventus kom sér upp í 3. sætið með sigrinum, einu stigi á eftir AC Milan í 2. sæti

Juventus 3 – 1 Parma
0-1 Brugman (´25)
1-1 Sandro (´43)
2-1 Sandro (´47)
3-1 de Ligt (´68)

Farias kom Spezia yfir snemma leiks með ágætis skoti sem Handanovic var þó ansi nálægt að verja. Inter sóttu stíft eftir markið og uppskáru á 40. mínútu þegar Perisic jafnaði metin. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum. Inter er enn í toppsæti deildarinnar með 10 stiga forskot á Milan í öðru sætinu.

Spezia 1 – 1 Inter
1-0 Farias (´12)
1-1 Perisic (´39)

Fimm öðrum leikjum í Seria A er lokið í dag. Andri Fannar Baldursson kom við sögu í leik Bologna og Torino. Hann kom inná á 9. mínútu en fór út af á 56. mínútu. Úrslit leikjanna má sjá hér að neðan.

Milan 1 – 2 Sassuolo
1-0 Calhanoglu (´30)
1-1 Raspadori (´76)
1-2 Raspadori (´83)

Bologna 1 – 1 Torino
1-0 Barrow (´25)
1-1 Mandragora (´58)

Crotone 0 – 1 Sampdoria
0-1 Quagliarella (´53)

Genoa 2 – 2 Benevento
0-1 Viola (´5)
1-1 Pandev (´11)
1-2 Lapadula (´15)
2-2 Pandev (´21)

Udinese 0 – 1 Cagliari
0-1 Pedro (´55)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Í gær

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“
433Sport
Í gær

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“