fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Margir reiðir yfir ósamræmi í reglum Svandísar og Þórólfs – „Þórólfur er bara að endurnýta gömul skjöl“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 14:00

Þórólfur Guðnason og Svandís Svavarsdóttir semja regluverkið í kringum takmarkanir. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttastarf hefst aftur á fimmtudag þegar ný reglugerð tekur gildi, starfið hefur legið niðri í þrjár vikur vegna takmarkanna í tengslum við COVID-19 veiruna.

Áhorfendur verða hins vegar bannaðir á kappleikjum en það er ekki í fyrsta sinn sem íþróttahreyfingin er ósátt með slíkt. Á meðan íþróttaáhugafólk getur ekki farið á völlinn geta gestir í leikhúsi mætt, 100 manns í hvert hólf. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem reglugerðin er svona, margir hafa gagnrýnt þetta nú og áður.

Nýjustu reglur Þórólfs og Svandísar vekja furðu: „Af hverju mega vera 200 áhorfendur í leikhúsi en ekki íþróttahúsi?“

Reglugerðin:
Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi. Skíðasvæðum heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis. Sviðlistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða.

Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður hjá Sýn bendir á þetta í dag. „Pökkum í leikhúsin og barina en leyfum ekki einn áhorfanda á íþróttaleikjum. Þórólfur er bara að endurnýta gömul skjöl. Rífa sig í gang, takk,“ skrifar Henry um málið.

Þórólfur sagði í október á síðasta ári þegar svipaðar reglur voru í gangi að meiri smihætta væri af sitjandi fólik á íþróttaleikjum en í leikhúsi. „Ég rökstyð það þannig að í leikhúsum er ákveðinn hópur fólks. Þetta eru eldri einstaklingar. Áhorfendur verða með grímur og sitja á ákveðnum stöðum. Við gerum kröfu um að fólk sé í númeruðum sætum og við höfum ekki verið að sjá nein smit í tengslum við þessa atburði,“ svaraði Þórólfur þá.

Hann sagði að smit væru tengd áhorfendum á kappleikjum. „Við höfum verið að sjá smit tengjast þeim á marga vegu. Ég held að það sé meiri áhætta í því fólgin og á því byggja mínar tillögur,“

Hanna Símonardóttir sem er mikil íþróttaáhugakona er ósátt með reglurnar. „Á aftur að safna hundrað manns á pöbbinn að horfa á leikinn saman? megum við virkilega ekki vera hundrað í þúsund manna úti stúku, með millibili, sitjandi kyrr í númeruðum sætum?,“ skrifar Hanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband
433Sport
Í gær

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“
433Sport
Í gær

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið