fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Bjarni hefur fengið nóg: „Hug­mynd­in er ekki vit­laus, ef hún virk­ar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 08:17

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason blaðamaður á Morgunblaðinu er einn af mörgum knattspyrnuáhugamönnum sem hefur fengið nóg af VAR myndbandsdómgæslunni í enska boltanum. Tæknin er nú notuð annað árið í röð en mistök og oft á tíðum furðulegir dómar fara í taugarnar á fólki.

VAR tæknin hefur virkað vel í öðrum löndum en á Englandi hafa menn átt í vandræðum með að nýta tæknina til að bæta leikinn.

„Það verður bara að viður­kenn­ast að maður er orðinn ansi þreytt­ur á VAR-mynd­bands­dómgæsl­unni í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu. Hug­mynd­in er ekki vit­laus, ef hún virk­ar, en því miður fyr­ir alla áhuga­menn um knatt­spyrnu þá virðist mynd­bands­dómgæsl­an skapa fleiri vanda­mál en hún leys­ir og það hef­ur margsannað sig á yf­ir­stand­andi tíma­bili,“ skrifar Bjarni í Morgunblað dagsins.

Bjarni bendir á að tækni sem þessi hafi nýst vel í NFL deildinni og í NBA en hvert er vandamálið á Englandi að mati Bjarna?

„Dóm­ar­ar virðast ein­fald­lega treysta of mikið á tækn­ina og eru orðnir hrædd­ir við að taka eig­in ákv­arðanir af ótta við að gera mis­tök. Af þeim sök­um virðist ríkja ein­hvers kon­ar milli­bils­ástand sem hef­ur ekki gert nein­um gott,“ skrifar Bjarni.

„Eins og maður­inn sagði, tækn­in er góð en því miður er fólkið á bak við tækn­ina ekki að valda henni sem er ekki beint upp­lífg­andi fyr­ir kröfu­h­arða knatt­spyrnu­áhuga­menn í dag.“

Grein Bjarna í Morgunblaðinu má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband
433Sport
Í gær

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“
433Sport
Í gær

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið