fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Berlínarliðin skildu jöfn

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 17:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Union Berlin og Hertha Berlin mættust í nágrannaslag í þýsku Bundesligunni í dag. Hvorugu liðinu tókst að vinna sér inn montréttinn í höfuðborginni í þetta skiptið, jafntefli niðurstaðan. Í hinum leik dagsins sigraði Stuttgart Werder Bremen.

Robert Andrich kom Union yfir snemma í leiknum með góðu skoti fyrir utan teig. Dodi Lukebakio tókst að jafna metin fyrir Hertha um 10 mínútum fyrir leikhlé.

Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið í þessum nágrannaslag og stigunum því deilt.

Union er fjórum stigum frá Evrópusæti eftir leikinn. Hertha er enn í fallhættu eftir slappt tímabil hingað til.

Fyrr í dag lagði Stuttgart Werder Bremen með einu marki gegn engu. Sjálfsmark Ludwig Augustinsson skildi liðin að.

Stuttgart er í baráttu um Evrópusæti en Werder er í 13.sæti, nokkuð vel fyrir ofan fallsvæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester