Sergio Romero markvörður Manchester United hefur ekki spilað eina sekúndu á þessu tímabili og er öruggt að hann yfirgefur félagið í sumar.
Romero hefur sett húsið sitt í úthverfi Manchester á sölu. Romero vill 3,5 milljón punda eða rétt rúmar 600 milljónir íslenskra króna fyrir húsið.
Romero er þó klár í að leigja húsið til að byrja með en hann vill tæpar 4 milljónir á mánuði fyrir að leigja húsið.
Romero 34 ára gamall en hann hefur alla tíð verið varamarkvörður liðsins en átt góða spretti þegar hann hefur spilað. Í húsinu eru sex svefnherbergi.
Húsið er í úthverfi Manchester en það má sjá hér að neðan.