fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

United afþakkaði boð um að fá Cristiano Ronaldo aftur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 11:10

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United stóð til boða að fá Cristiano Ronaldo frá Juventus síðasta sumar en afþakkaði boðið, sömu sögu er að segja af PSG. Forráðamenn Juventus eru sagðir skoða það alvarlega að losa sig við Cristiano Ronaldo ef sá möguleiki verður fyrir hendi í sumar. Ástæðan er slakt gengi í Meistaradeild Evrópu síðustu þrjú ár.

Ronaldo er á sínu þriðja tímabili með Juventus en liðið hefur aldrei farið lengra en átta liða úrslit á þeim tíma. Í gær féll liðið úr leik í 16 liða úrslitum gegn Porto. Ronaldo er með 28 milljónir evra í árslaun hjá Juventus og fékk félagið hann aðeins með það eina markmið að vinna Meistaradeildina. Ronaldo á rúmt ár eftir af samningi sínum við félagið.

„Fer hann?,“ sagði Emanuele Gamba blaðamaður hjá Calciomercato. „Ég held að möguleikinn hafi í raun verið fyrir hendi síðasta sumar, starfsmenn hans reyndu það.“

„Jorge Mendes fór út og reyndi að finna lið en það gekk ekki. Ég efast um að ári síðar vilji einhver taka Ronaldo.“

„Mendes bað PSG og Manchester United um að láta til skara skríða en bæði félög afþökkuðu það. Ég sé ekki neitt gerast í Evrópu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina