fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Fær ekki að snúa aftur til starfa – Mál í kerfinu um gróft heimilisofbeldi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 14:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Wales hefur ákveðið að Ryan Giggs þjálfari liðsins snúi ekki til starfa síðar í þessum mánuði, mál á hendur honum er í farvegi í réttarkerfinu en hann er sakaður um gróft heimilisofbeldi.

Giggs stýrði Wales ekki í nóvember en skömmu áður var hann handtekinn og grunaður um að hafa lamið unnustu sína. Ef ekki verður gefin út ákæra er líklegast að Giggs snúi aftur til starfa.

Lögreglan í Manchester hefur lokið rannsókn á meintri líkamsárás Ryan Giggs á fyrrum unnustu sína. Ákæruvaldið fer nú yfir málið og ákveður hvort gefin verði út ákæra á hendur Giggs.

Lögregla var kölluð til á heimili Giggs og Kate Greville í úthverfi Manchester í nóvember og var Giggs handtekinn á heimili sínu. Greville sakar hann um gróft líkamlegt ofbeldi.

Ensk blöð segja að lætin þeirra á milli hafi byrjað þegar hún ásakaði Giggs um að vera að halda framhjá sér og að konurnar væru tvær sem hann væri að hitta.

Framhjáhald væri ekki nýtt af nálinni í lífi Giggs. Giggs og Greville hafa verið saman síðustu ár en Giggs gekk í gegnum skilnað árið 2013 eftir að upp komst um framhjáhald hans til margra ára. Giggs hafði þá verið að sofa hjá eiginkonu bróður síns í átta ár.

Ensk blöð segja að Greville hafi komist í skilaboð í Ipad í eigu Giggs sem var tengdur við síma hans, þar gat hún skoðað skilaboð frá stelpum og er talað um að talsvert hafi verið daðrað í þeim skilaboðum. Greville þekkir konurnar, önnur starfar sem aðstoðarmanneskja knattspyrnumanna í London og hin er fyrirsæta sem býr nálægt þeim í Manchester.

Parið hafði verið að drekka saman í miðborg Manchester þegar þau komu heim á sunnudagskvöld, ensk blöð segja sambandið hafa lengi staðið á bláþræði fyrir atvikið en Kate flutti út af heimilinu degi eftir meinta árás.

Ákæruvaldið gefur sér til 1 maí til að taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alberti blöskrar hvernig tekið var á málum í Árbænum um helgina – Hinn ungi Theodór settur í agabann

Alberti blöskrar hvernig tekið var á málum í Árbænum um helgina – Hinn ungi Theodór settur í agabann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið