fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

80 prósent líkur á að Liverpool mistakist að sækja stóru seðlana

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru 93,3 prósent líkur á því að Manchester United endi í einu af fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar og tryggi sig þar með farmiða í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Enski netmiðilinn The Athletic fjallar um málið og hefur reiknað út hverjar líkurnar eru fyrir félögin að ná þessu eftirsótta Meistaradeildarsæti.

99.8 prósent líkur eru á því að Manchester City vinni deildina enda liðið með ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar. 100 prósent líkur eru á því að City endi í fjórum efstu sætunum. Liðið enda með 17 stiga forskot á fimmta sætið og bara 30 stigum í pottinum.

Rétt rúmar 20 prósent líkur eru á því að Liverpool hafni í Meistaradeildarsæti, ensku meistararnir eru í krísu og hafa tapað sex heimaleikjum í röð. Liverpool situr í áttunda sæti deildarinnar og er sjö stigum frá Meistaradeildarsæti.

Sæti í Meistaradeild Evrópu skiptir félög miklu máli enda gefur það mikla fjármuni inn í reksturinn.

Líkur á því að liðið endi í Meistaradeildarsæti:
Manchester City: 100%
Manchester United: 93.3%
Chelsea: 65.4%
Leicester: 63.3%
Tottenham: 33.6%
Liverpool: 20.2%
West Ham: 15.1%
Everton: 6.8%
Arsenal: 1.7%
Aston Villa: 0.3%

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina