fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Ferguson hallaði sér að flöskunni og endaði í fangaklefa

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. mars 2021 10:14

Sir Alex Ferguson. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný heimildarmynd um Sir Alex Ferguson kemur út innan tíðar, þar fer þessi magnaði þjálfari yfir feril sinn og hvað gerðist á honum.

Ein af þeim sögum sem Ferguson fer yfir er þegar hann endaði í fangaklefa eftir slagsmál á næturlífinu í Skotlandi. Ferguson var þá ungur að árum og lék með St Johnstone þar í landi.

Honum gekk erfiðlega að fá að spila á þeim tíma og segir frá því hvernig hann hallaði sér að flöskunni, faðir hans var ekki ánægður með þessa ákvörðun.

„Ég var byrjaður að pirra mig á fótboltanum, af því að ég spilaði ekki nóg. Ferill minn var á leið í klósettið, ég fór mikið á næturlífið. Ég var byrjaður að fara út á föstudögum, degi fyrir leik,“ segir Ferguson í myndinni.

„Faðir minn sagði mér að þetta myndi ekki ganga upp, samband okkar varð slæmt á þessum tíma. Hann sagði mér að þetta væri ekki í lagi, við töluðum ekki við hvorn annan. Í tvö ár töluðum við ekki saman.“

Ferguson segir svo frá því hvernig hann endaði í fangaklefa. „Eitt kvöldið var ég fullur og endaði í slagsmálum, ég var settur í fangaklefa. Ég fór yfirr dómara og þurfti að greiða 3 pund í sekt. Ég var að tapa gleðinni,“ sagði Ferguson.

Ferguson kveðst hafa lært mikið af þessu. „Þetta atvik hefur alltaf verið í hausnum á mér og ég hef alltaf séð eftir því. Ég hafði fengið gott uppeldi en fór af beinu brautinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gunnar Egill staddur í París og heyrði heimamenn kvarta – „Ég hugsa að það taki aðeins meira á Ísland“

Gunnar Egill staddur í París og heyrði heimamenn kvarta – „Ég hugsa að það taki aðeins meira á Ísland“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt að 200 Íslendingar í París í kvöld

Allt að 200 Íslendingar í París í kvöld
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stórtíðindi af andstæðingum Íslands að morgni leikdags

Stórtíðindi af andstæðingum Íslands að morgni leikdags
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno með mikla yfirburði – Skapar meira en nokkur annar fyrir samherja sína

Bruno með mikla yfirburði – Skapar meira en nokkur annar fyrir samherja sína
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Upphitun fyrir stórleikinn með Stefáni Árna – Wall street, leigubílar og fáránlegt umstang

Upphitun fyrir stórleikinn með Stefáni Árna – Wall street, leigubílar og fáránlegt umstang
433Sport
Í gær

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan
433Sport
Í gær

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“