fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Sir Alex Ferguson var nær dauða en lífi

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 6. mars 2021 21:11

Sir Alex Ferguson. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný heimildarmynd um líf eins sigursælasta þjálfara sögunnar, Sir Alex Ferguson, kemur út á næstunni. Myndin ber nafnið Never Give In en í henni er farið yfir líf þessarar Manchester United goðsagnar.

Meðal annars er farið yfir þegar Ferguson hlaut heilablæðingu árið 2018.

„Ég man eftir því að detta, eftir það man ég ekki neitt. Ég hætti bara að virka. Ég var í einskismannslandi,“ segir Ferguson en hann var einn af fimm sem lagðir voru inn á sjúkrahúsið í Salford þennan dag með heilablæðingu. Þeir voru aðeins tveir sem lifðu af.

Ferguson gat ekki talað í smá tíma eftir atvikið. Hann fékk aðstoð frá talmeinafræðing og tíu dögum seinna gat hann talað aftur.

„Á þessum tímapunkti mat ég það að það væru 80% að hann myndi deyja,“ sagði Joshi George, ráðgjafi taugaskurðlæknis í Salford.

„Ég leit út um gluggann á spítalanum og velti því fyrir mér hversu marga fallega sumardaga ég ætti eftir að sjá. Mér fannst það mjög erfitt,“ segir Ferguson í myndinni en hún kemur út 27. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld