fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Markalaust hjá Úlfunum og Aston Villa

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 6. mars 2021 19:26

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa og Wolves mættust á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrir leikinn voru Úlfarnir í tólfta sæti deildarinnar, 5 stigum á eftir Aston Villa sem sitja í því níunda. Villa-menn eiga þó tvo leiki til góða.

Bæði lið sakna sinna bestu leikmanna en Jack Grealish, vængmaður Aston Villa, og Raul Jimenez, framherji Wolves, eru báðir meiddir og gátu ekki spilað í dag. Grealish hefur ekki spilað síðan 13. febrúar en Jimenez er að jafna sig eftir alvarleg höfuðmeiðsli sem hann hlaut í lok nóvembermánaðar.

Ekkert mark var skorað en bæði lið fengu nóg af færum til að skora. Miðverðir beggja liða voru í aðalhlutverki í sóknarleiknum og fengu þeir allir fjórir kjörin tækifæri til að skora. Roman Saiss, miðvörður Wolves, fékk besta færi leiksins þegar hann fékk boltann um 30 sentimetrum frá opnu marki en náði á ótrúlegan hátt að koma boltanum yfir markið.

Eitt stig gerir lítið fyrir bæði lið en bæði vilja koma sér ofar í töflunni til að geta barist um Evrópusæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Góður liðsstyrkur til Valsara

Góður liðsstyrkur til Valsara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan