fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Ofbeldisfull hegðun á borð KSÍ – Úrskurða leikmanninn í bann

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. mars 2021 12:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 3. mars var leikmaður Léttis, Andri Már Ágústsson, úrskurðaður í þriggja leikja bann í keppnum á vegum KSÍ vegna atviks í æfingaleik Léttis og KH (mfl. karla) þann 14. febrúar. Úrskurðaði nefndin um leikbannið með vísan til ákvæðis 6.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Samkvæmt frétt Fótbolta.net var málið svona. „Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net er leikmaðurinn dæmdur fyrir ofbeldisfulla hegðun í garð mótherja. Dómari leiksins og KH ákvað að rétt væri að tilkynna atvikið til KSÍ,“ segir á vef Fótbolta.net.

Um var að ræða æfingaleik en Léttir leikur í neðstu deild á Íslandi.

Andri Már er þrítugur knattspyrnumaður en hann lék fyrst með Létti árið 2010. Auk þess hefur hann spilað með Fenrir og ÍR hér á landi en Léttir er varalið ÍR-inga.

Reglugerð KSÍ
6.2. Jafnframt úrskurðar nefndin um önnur mál sem framkvæmdastjóri KSÍ eða aðrir, sem til þess hafa heimild, beina til nefndarinnar eða nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi enda fjalli ekki aðrir um þau.

Leikbann Andra Más tók gildi við uppkvaðningu úrskurðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt