fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Ofbeldisfull hegðun á borð KSÍ – Úrskurða leikmanninn í bann

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. mars 2021 12:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 3. mars var leikmaður Léttis, Andri Már Ágústsson, úrskurðaður í þriggja leikja bann í keppnum á vegum KSÍ vegna atviks í æfingaleik Léttis og KH (mfl. karla) þann 14. febrúar. Úrskurðaði nefndin um leikbannið með vísan til ákvæðis 6.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Samkvæmt frétt Fótbolta.net var málið svona. „Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net er leikmaðurinn dæmdur fyrir ofbeldisfulla hegðun í garð mótherja. Dómari leiksins og KH ákvað að rétt væri að tilkynna atvikið til KSÍ,“ segir á vef Fótbolta.net.

Um var að ræða æfingaleik en Léttir leikur í neðstu deild á Íslandi.

Andri Már er þrítugur knattspyrnumaður en hann lék fyrst með Létti árið 2010. Auk þess hefur hann spilað með Fenrir og ÍR hér á landi en Léttir er varalið ÍR-inga.

Reglugerð KSÍ
6.2. Jafnframt úrskurðar nefndin um önnur mál sem framkvæmdastjóri KSÍ eða aðrir, sem til þess hafa heimild, beina til nefndarinnar eða nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi enda fjalli ekki aðrir um þau.

Leikbann Andra Más tók gildi við uppkvaðningu úrskurðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“