fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Gátu ekki borgað Manchester United – Þurfa að finna peninga eða láta Solskjær fá leikmann

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 12:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhagsvandræði Inter á Ítalíu eru veruleg en félagið gat ekki greitt Manchester United rúmar 4 milljónir punda á dögunum.

Inter keypti Lukaku frá Manchester United sumarið 2019 og var kaupverðið 75 milljónir punda. Inter skuldar United 43 milljónir punda af því kaupverði.

Inter á að borga reglulega til United og þannig átti félagið að borga 4,32 milljónir punda á dögunum. Inter gat hins vegar ekki greitt þá upphæð.

Í samningi milli félagana kemur fram að ef Inter greiðir ekki á réttum tíma þarf félagið að reiða fram upphæðina sem eftir er, sú upphæð er 43 milljónir punda. United gerir kröfu um að félagið borgi þá upphæð eða að United fá leikmann frá Inter.

Corriere dello Sport segir að United hafi beðið Inter um að borga upphæðina eða að félagið noti Milan Skriniar eða Lautaro Martinez til að borga upp skuldina.

Martinez er eftirsóttur sóknarmaður og Skriniar er öflugur varnarmaður. Ole Gunnar Solskjær vill bæta við varnarmanni og sóknarmanni í sumar og gætu félögin leyst málið á þennan hátt. Ef Inter er ekki tilbúið í slík viðskipti þarf félagið að finna 43 milljónir punda í hvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“